Barnaverndarmál

Sérhæfð þjónusta í barnaverndarmálum



Hjá HVILFT starfa sérfræðingar með mikla þekkingu og reynslu af barnaverndarmálum. Við veitum skjólstæðingum okkar trausta og faglega leiðsögn í gegnum hvert skref málsins – hvort sem um ræðir samvinnu við barnavernd eða krefjandi aðstæður þar sem  þvingunarráðstöfunum er beitt.


Barnaverndarmál fela oft í sér djúpstæð inngrip í líf fjölskyldna og hagsmunir bæði barna og foreldra af því að stjórnvöld fari að lögum og vinni mál með sanngjörnum hætti eru ótvíræðir. Því er afar mikilvægt að foreldrar hafi lögfræðing sér við hlið í gegnum allt ferlið.


Við hjá HVILFT veitum aðstoð á öllum stigum barnaverndarmála – allt frá meðferð máls hjá barnaverndarnefnd, í gegnum kærumeðferð hjá stjórnvöldum og fyrir dómstólum.


Í sumum tilfellum eiga foreldrar rétt á því að ríkið greiði kostnað vegna lögmannsaðstoðar, til dæmis þegar börn eru vistuð utan heimilis án samþykkis foreldra eða þegar gerð er krafa um forsjársviptingu.


Við hjá HVILFT erum staðráðin í að veita skjólstæðingum okkar vandaða þjónustu og stuðning í barnaverndarmálum. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um hvernig við getum aðstoðað þig.


Fáðu ráðgjöf

Hjá Hvilft færðu persónulega og faglega ráðgjöf á flestum sviðum lögfræðinnar. Hvort sem þú ert að leita eftir almennri ráðgjöf eða vilt fá aðstoð við meðferð máls hjá stjórnvöldum eða fyrir dómstólum þá getur þú leitað ráðgjafar hjá stofunni.